Monday, December 30, 2013

eitt lítið jólatré... og fjögur önnur

Þegar ég var lítil fór ég oft með pabba að selja jólatré fyrir jólin, hann var þá í Kiwanisklúbbnum hérna í Keflavík. Mögulega hafa þetta bara verið ekkert svo mörg skipti en í minningunni var þetta eitthvað sem við gerðum saman og áttum saman. Og þess vegna verð ég alltaf dáldið væmin og krúttleg þegar kemur að jólatrjám og það er fátt sem ég elska meira en lykt af greni.

Og þess vegna er ég með fimm jólatré heima hjá mér.

Þetta hljómar kannski dálítið mikið en er það í rauninni alls ekki og sum þeirra gætu vel gengið sem heilsárstré! ... í alvöru.

Þegar ég var ponsupeð, bara svona átta ára kannski, þá var ég ótrúlega mikið spennt fyrir því að eignast mitt eigið jólatré. Það þurfti ekkert að vera stórt, bara að ég ætti jólatré. Ég hélt alltaf að það væri fjarlægur draumur og alltof mikið til að biðja um þangað til að ég kom heim úr skólanum einn daginn og þá var pabbi búinn að kaupa handa mér oggulítið jólatré, mitt eigið tré! Með skrauti og seríu á og allt! Þetta tré á ég ennþá (það sem er eftir af því) og þykir ótrúlega mikið vænt um það. Í dag set ég það alltaf upp inni í eldhúsi - pabbi er matreiðslumaður svo það er bara viðeigandi:



Á því er ég með litlar grænar og bláar kúlur úr Ikea, litla heimatilbúna engla sem ég fékk í afmælisgjöf frá vinnunni og tvö kúlubönd úr Ikea. Slaufan ofan á var á einhverjum pakka fyrir löngu síðan og mér finnst hún svo krúttleg og passar í litaþemað. Ég var með jóladúk undir trénu en hann er eitthvað að fela sig núna svo að ég skellti bara rauðri diskamottu undir það og finnst það koma ágætlega út. Þess ber væntanlega að geta að ég elda mjög sjaldan um jólin (ólíkt öðrum dögum, hóst) svo að þó að jólatréð missi barrið nánast stanslaust yfir eldavélina er ég alveg tilbúin til þess að leyfa því að slæda og þurrka það bara af þegar ég sé það.

Næsta tré á dagskrá er "aðal"tréð, en bara af því að það er stærst. Ég á í töluverðu ástar- og hatursambandi við það af því að mér finnst það ekki vera nógu stórt til að vera "stórt" jólatré, en samt er það ekki nógu lítið til að vera lítið - ég hef reynt að útskýra þetta fyrir þónokkuð mörgum og það virðist enginn skilja mig þegar kemur að þessu! En hérna er semsagt gripurinn:



Þetta er annað árið í röð sem ég er með hvíta seríu á því og ég er mjög ánægð með það. Kemur með gott ballans á móti öllu rauða dótinu. Kúlurnar eru flestallar Ikeakúlurnar góðu, þær sömu og ég notaði í jólakúlukransinn minn, er svo agalega mikið skotin í þeim. Svo er þarna hitt og þetta, bæði af litla trénu frá því að ég var lítil (yngri), fallegir hlutir sem hafa komið á eða í pökkum og eitthvað af skrauti sem ég fékk í skóinn og þykir svo ótrúlega vænt um.




Ég ætti líklega að taka það fram að heima hjá mömmu og pabba vorum við aldrei með topp á trénu, hann var samt til minnir mig en var samt aldrei settur á heldur var bara eitthvað efst sem við völdum hverju sinni. Og oftast eitt ljós af seríunni (bleikt ef ég fékk að ráða (semsagt alltaf)). Ég hef átt nokkra toppa en þeir hafa alltaf brotnað og ég veit ekki hvað (það má ekkert koma við þetta!) svo að ég hef bara sleppt því eða bundið fallega slaufu og látið það duga. Svo eru mamma og pabbi núna komin með fína Georg Jensen toppinn, ég ætti kannski að fara að safna fyrir einhverju svoleiðis, ég hlýt að geta farið að nota topp ef hann er til í fancy merki.

Stóra (en litla) tréð var keypt önnur jólin mín á Eggertsgötunni í Reykjavík þegar ég var í háskólanum. Fyrstu jólin lét ég litla tréð duga en fannst samt eitthvað rangt við að vera með pakka við það sem voru stærri en tréð...


Æj þetta var yndislegt :)

Þriðja tréð - sem er samt eiginlega ekki alvöru tré, allavega ekki svona sem maður skreytir - fékk ég gefins frá föðurömmu minni og afa, það er úr keramík:


Þegar ég fékk það var bleik stjarna ofan á því en hún brotnaði af fyrir löngu, ég á hana einhvers staðar og hef stundum reynt að líma hana á en hún vill adrei tolla fallega á trénu. Þetta tré hefur eitt mesta tilfinningalega gildið af öllu því sem ég á og ef það kviknaði í myndi ég reyna (ásamt símanum mínum og nýja, rándýra hárburstanum mínum) að kippa því með, það gæti aldrei neitt komið í staðinn fyrir það. Fyrir einhverjum árum síðan fúnaði fóturinn undan því en ég gat sem betur fer fengið fót af öðru tré og sett hann undir mitt. Bjargaði jólunum alveg það árið :)

Fjórða tréð er það tré sem hefur fengið hvað mesta athyglina. Mögulega af því að það er bleikt:


Það er á ganginum svo að það er dálítið erfitt að taka mynd af því. Venjulega hefur það verið í stofunni en kertaarinninn tekur allan fókusinn þar svo að ég ákvað að prófa þetta og finnst þetta bara kjút. Á trénu eru fjólubláar Ikea kúlur, bæði mattar og glansandi, og litlar silfurlitaðar. Svo er ég með svart kúluband, svarta litla slaufu og hvíta seríu. Það þarf ekkert meira á þessa (óneitanlegu) dásemd.

Þetta jólatré fékk pabbi gefins handa mér á Menningarnótt 2009. Það sumarið bjó ég hjá þeim mömmu á meðan ég var að bíða eftir íbúðinni minni hérna upp frá og hann kom svo glaður með það heim handa mér eftir að hafa borið það á bakinu út um allan miðbæ, innan um hundruði þúsunda af fólki. Ég viðurkenni alveg að ég var ekki viss um dásemdir trésins þegar ég sá það fyrst og þess vegna eyddi það fyrstu jólunum sínum heima hjá þeim að hluta til, en þegar ég sá það skreytt með seríu inni í herbergi áttaði ég mig á því og tók það með mér heim (með seríunni á sér og allt, týpísk ég, stel öllu!)

Þegar hér er komið við sögu vil ég minna á að pabbi hefur gefið mér meirihluta trjánna, og þess vegna er þetta ekki bara ég hlaupandi út um allan bæ að kaupa öll jólatré sem ég sé. Sverða!

Fimmta jólatréð verð ég samt að viðurkenna að hafa keypt alveg sjálf, og bara af því að mig langaði það. Og af því að ég sá fyrir mér að það gæti orðið geðveikislega glamúrus. Og það var á 70% afslætti. Þetta eru fyrstu jólin sem ég á það og þess vegna er ég ennþá pínu að læra á það og líklega verður það allt öðruvísi á næsta ári.


Ókei það lítur dálitið mikið ut fyrir að vera bara hrúga af hvítum fjöðrum á myndinni en það er í alvöru flott! Og já, það er semsagt hvítt. Á það setti ég það litla Georg Jensen skrautið sem ég á, afmæliskertahringi frá Bility (sem ég vann í facebook leik hjá þeim í vetur, því það er sko víst hægt að vinna í facebook leikjum!) og yndislegt hjarta fra Rosendahl sem Vala mín og Jana mín gafu mér i afmælisgjöf. Svo eru á því silfurlitað og fjólublátt kúluband.

Ég var búin að sjá fyrir mér ýmsa aðra hluti sem ég gæti gert við það og fyrir það en það bara var ekki alveg tími til þess, ég setti það ekki einu sinni upp fyrr en 28. desember og það var meira bara til að geta séð það almennilega og leyfa því að anda aðeins. En það er ofsa fallegt skraut við hliðina á því sem bætir það töluvert upp og litleysið á trénu meikar meira sens í því samhengi, lofa!

Þetta var semsagt sagan af eðlilegasta jólatrésfjölda í einni íbúð sem ein manneskja býr í. Stay tuned for more!

- knús -

Sunday, December 29, 2013

leið að jólum

(inniheldur ekkert föndur, sorrí!)


Ég man ekki eftir að hafa verið jafnupptekin í desember síðan bara ... ever! Ekki einu sinni þegar ég var í háskólanum með magasár yfir öllum prófunum. Í einhverri brjálaðri tilraunastarfsemi ákvað ég að auglýsa opinberlega að ég væri að bjóða upp á prófarkalestur í stað þess að láta bara þá allra nánustu vita af því eins og ég hef gert undanfarin ár, það vatt svona rosalega upp á sig og ég endaði með átta mastersritgerðir og eitt misserisverkefni á rúmum mánuði. Þetta er náttúrulega brjálæði en um leið alveg ótrúlega gefandi vinna! Af þessum sökum hef ég varla haft tíma til þess að vera til og jólast almennilega þó að ég hafi nú samt farið á fleiri tónleika, viðburði og í fleiri jólaheimsóknir en nokkurn tímann áður. Hef alltaf ætlað að fara á kannski eina tónleika eða svo en svo verið of mikil rola og ekki nennt og ég veit ekki hvað... held ég hafi alveg bætt upp fyrir að minnsta kosti fimm ár, ef ekki meira.

Nú er ég náttúrulega orðin árinu eldri síðan ég setti síðast inn færslu og þess vegna er ég með mjög mikið af efni og dóteríi sem mig langar að tala um. Finnst mjög viðeigandi að byrja á afmælisdeginum mínum en þá mætti ég í vinnuna hress og kát og vanda og yndislegu samstarfskonurnarnar mínar voru búnar að skreyta borðið mitt og buðu mér upp á handvalið úrval af jólasmákökum! Ég bauð þeim að sjálfsögðu upp á súkkulaðiköku og osta í staðinn.



Þessi batterískerti eru brill þar sem ekki má kveikja á kertum - ég fékk þau í afmælisgjöf frá Guðna Friðriki og Sonju, keypt í Ameríkunni


Sunnudaginn eftir það var síðan prjónó heima hjá mér og þemað var að sjálfsögðu #jóló. Ég bauð í tilefni þess upp á heitt súkkulaði (fannst mikil tímamót að gera svoleiðis sjálf!) í mánaðarbollunum gömlu og fallegu og vinkonur mínar buðu upp á veitingar í stíl:




Sumir lögðu sig aðeins meira fram við framleiðslu og -reiðslu veitinganna en aðrir...



algjörlega þess virði:



Anywho, sem áður sagði var ég semsagt ákveðin á því að vera dugleg að sósjalæsa á aðventunni og af einskærri tilviljun áttu nánast allir viðburðirnir sér stað sömu helgina (sem var bara eins gott því ég þurfti á nánast hverri mínútu að halda utan þess í að prófarkalesa). Þetta var svo mikið yndisleg helgi! Á föstudeginu fór ég á jólahlaðborð á Tapasbarnum (sem var samt ekki hlaðborð) með mömmu, pabba, Guðna Friðriki bróður mínum og Sonju kærustunni hans og þaðan á tónleika með Emilíönu Torrini með Þórdísi minni - sem voru klikkaðir!



Við stúlkubörnin fengum stjörnuljós á eftirréttina okkar. Þjónninn spurði hvort við ættum afmæli sem við áttum vissulega ... bara ekki akkúrat þennan dag. Svo það var alltílæ!


Mæli klárlega með kokteilunum á Tapasbarnum :)


Á laugardeginum voru síðan langþráðir Baggalútstónleikar sem við Þórdís höfum reynt að fá miða á í mörgmörgmörg ár. Á undan fórum við á Ítalíu en þangað förum við alltaf á jólunum (og stundum oftar) svo að það bara er orðið tilheyrandi. Baggalútstónleikarnir voru ekkert síðri Emilíönu en auðvitað allt öðruvísi stemmning og sona, kannski dáldið meira fjör svo að við gátum ekki annað en hitt Rut í kokteilum eftir tónleikana og enduðum niðri í bæ og allt. 



(Erum við nokkuð mikið eins og par?!?)


Við sátum alveg aftast en það var vel í lagi 
... nema hvað það virtust allir vera að kela nema við



Maður verður svo agalega þyrstur á svona útstáelsum


Á sunnudeginum var síðan árlegt jólamyndakvöld þar sem við Þórdís hittumst og horfum á Love Actually og The Holiday. Jólin koma sko ekki án þess að ég sjái Hugh Grant dansa. Bara best!



Mörgum hefði nú fundist þetta prógram alveg nóg en ég varð að sjálfsögðu að taka stationhelgi á þetta og á mánudeginum fór ég með Önnu og Hannesi á Russell Brand og við áttum alveg frábært kvöld saman, Anna málaði mig og allt! Við vorum meira að segja svo flottar á því að þegar við komum við í sjoppu á leiðinni heim stoppaði ókunnug kona okkur til að segja okkur hvað við værum fínar og fallegar! Var sko alls ekki leiðinlegt - nema fyrir Hannes greyið sem fékk ekkert hrós og stóð samt við hliðina á okkur, afsakaplega fínn og fallegur sjálfur (ég veit að þú ert giftur, engar áhyggjur).



Þá tóku við nokkrir dagar sem einkenndust af þessu combói:



Allt er betra í Iittala! En mín vegna hefði samt alveg mátt vera meira af þessu:



Af öðrum viðburðum á aðventunni verð ég að nefna miðvikudagskvöldið sem ég brunaði í bæinn og bakaði sörur með Önnu. Finnst ég hafa fullorðnast afskaplega mikið bæði við það og að búa til heita súkkulaðið í jólaprjónóinu, næsta eðlilega skref hlýtur að vera að búa til kjötsúpu. Ég á því miður engar myndir af sörunum tilbúnum í skál þar sem við erum löngu búnar að borða þær allar, úps, en stel þessari frá Önnu sem var tekin á jólamyndakósýkvöldi sem við áttum um síðustu helgi (minnir að það hafi verið þá, það rennur allt dálítið saman í sykurvímuóráði):



Mikið stolt þarna á ferðinni, eðlilega!

Og svo fór ég á jólapolefitnessýningu hjá Önnu sem var mjög óvænt ótrúlega skemmtileg og áhugaverð (var með örlítla fordóma og leið dáldið eins og ég væri að fara á einhvers konar kynferðislega listrænt sjóv, þeir fordómar eru sumsé alveg horfnir):




Ég prjónaði líka nokkur pör af vettlingum...




Á ennþá eftir að búa til svona fimm - sem betur fer er þetta mjög skemmtilegt þar sem það virðast allir verða að eignast svona. Bara gaman :)

Svo bjó ég til slatta af armböndum...




Ef einhver er að pæla í hversu erfitt það er að föndra með svona langar neglur þá er svarið "mjög erfitt - en þess virði"

Í framhaldi þeirrar pælingar er ekki nema eðlilegt að ég sýni ykkur jólaneglurnar mínar:



Þessar til vinstri var ég með á aðventunni en hinar fékk ég siðan korter i jól. Meina, hvenær er ekki betra tækifæri til að blinga sig upp en á jólunum?!


Semsagt yndislegheit og mikið að gera alveg í gegn - næstu færslur verða síðan um fallegu jólin mín sem ég kláraði ekki að setja upp fyrr en í gær :)


- ást og friður -

Thursday, November 28, 2013

jólakúlukrans og afmælisbadn

Það er búið að vera alveg endalaust mikið að gera hjá mér undanfarið sem er bara yndislegt en mér finnst samt doldið leiðinlegt hvað ég hef þurft að vanrækja bloggið. Ojæja.

Er búin að vera mjög dugleg að föndra og prjóna undanfarið, því miður á flest á því eftir að enda í jólapakka svo ég get ekki montað mig af því að svo stöddu (en bíðiði bara!). Í fyrradag átti ég ofsalega notalegt kvöld með tveimur vinkonum mínum í vinnunni þegar við ákváðum að gera jólakúlukransa. Fyrirmyndina fundum við hérna og hún leit svona út:


How to make your own Christmas ornament wreath for less than $10! LOVE this!

Baaara gordjöss. Ég átti mjög erfitt með að ákveða hvernig minn átti að vera, langaði doldið mikið í silfurgylltan einhvern veginn en endaði á að play it safe og gerði rauðan. Og auðvitað er hann risastór... og auðvitað er hann fyrir ofan kertaarinn minn:



Alveg hrikalega mikil dásemd! Og núll mál að framkvæma þetta, tók jú dálítinn tíma en það er alveg í góðu - sérstaklega ef maður er í góðum félagsskap :)

Innkaupalistinn fyrir þetta verkefni var sumsé:
- jarðarfarakrans úr Blómaval 1,990 kr.
- milljón jólakúlur, já í alvöru, milljón
- límbyssa og nóg af áfyllingum í hana, ég notaði 8 stykki alls

Það þarf í alvöru milljón kúlur, sérstaklega ef maður ætlar að gera þetta í tröllastærð. Mér leið pínu eins og ég væri að flytja að heiman þegar ég mætti á föndurstaðinn með þetta í eftirdragi:



Nú, kona byrjar sumsé á að leggja kransinn lárétt á borð. Ég byrjaði á að frístæla þetta dáldið en svo fannst mér betra að raða nokkrum kúlum svona sirkabát og líma þær síðan eftir að hafa tekið silfurlitaða hengidótið úr þeim (hvað í f-inu heitir það?!). Og passa að spara límið ekki! Og æpa bara dömulega ef maður brennir sig og halda svo áfram, það gróir á no time.

Fyrst snýr maður kraninum öfugt og raðar kúlunum þannig að allir endar snúi upp. Þarna er mikilvægt að ná að fylla alveg í hringinn, ég var með fjórar stærðir af kúlum svo að þetta var smá pússl. Svo er kransinum flippað við og þá hefst brjálæðið við að fylla í eyðurnar!



Þetta er í alvöru ekkert mál!

Þegar maður er búinn að lima og líma og líma og líma og finnst maður vera búinn er gott að standa aðeins upp frá verkinu og athuga hvort maður sjái eyður einhvers staðar sem maður sér ekki endilega þegar maður er með andlitið þakið glimmeri alveg upp við kransinn. Ég eyddi ágætis tíma í að fylla í göt með pínuponsulitlu kúlunum úr Ikea, þær komu að mjög góðum notum. Þegar ég ákvað að nú væri nóg komið lá þetta ferlíki á borðinu fyrir framan mig:



Og fyrir aftan er kransinn hennar Heiðu minnar - hann er eins á litinn en í örlítið eðlilegri stærð.

Hann virðist alveg "ógötóttur" en þegar ég tók mynd með flassi leit hann svona út:



Eftir á að hyggja hefði verið góð hugmynd að vefja rauðum borða utan um kransinn, sem er úr hálmi, og þess vegna sést svo vel á milli allra kúlanna. Íris gerði silfurlitaðan og gylltan krans, svona eins og ég var mikið að pæla í að gera og hann endaði svona:


Algjört æði! 

Ef ég geri svona aftur þá verður hann klárlega eitthvað í þessa áttina. Finnst silfur og gyllt (allt í einu) svo rosalega fallegt saman - fyrir svona hálfu ári hefði það verið klárt no-no sko. 

Sumsé, þó að kransinn sé ekki alveg pörfekt þá er hann það samt alveg og götin sjást ekkert nema maður sé með stækkunargler á honum. Ég á að vísu eftir að fixa slaufu á hann, er ekki alveg búin að ákveða hvernig en sé fyrir mér eitthvað hvít og gyllt. Þangað til ég ákveð mig hefur hann það bara fínt þarna fyrir ofan kertaarinninn hálfnakinn og slaufulaus :)


Með honum á arinnhillunni er ýmislegt fallegt góss :)

Meðal annars... 

... krúttað dóterí undir glerkúpli:



Lítil jólastelpa að spila á fiðlu ofan á Nietzsche:


Gjöööðveik bjöllustjarna úr Blómaval sem ég keypti þar á konukvöldi um daginn:




Og aðventukransinn minn, sem er mjög plain í ár:



Algjör draumur! :)

Dagurinn í dag er annars afar merkilegar af því að í dag (það er ennþá 27. nóvember þegar þetta er skrifað) á hún Þórdís mín afmæli. Dagurinn á morgun verður líka merkilegur af því að þá á undirrituð afmæli.

Við höfum nú brallað ýmislegt saman og á toppnum eru klárlega Ameríkuferðin okkar 2007 (dollarinn á 63 krónur, jebbjebb):


... okkur finnst líka gaman að fara í sumarbústaðaferðir þar sem við erum oftar en ekki herbergisfélagar. Ég set alltaf sængurver á sængina hennar og hún sér um að skreyta herbergið okkar. Hér ætlaði ég að fara að sofa og þá voru sumir búnir að kveikja á kertum og tilbúnir með (einstaklega creppy barna)bók til þess að lesa upphátt:


ooog okkur finnst líka gaman að drekka kokteila:


Undanfarin tvö ár höfum við síðan gert okkur ferð austur á land að sjá flugeldasýninguna á jökulsárlóninu við Breiðamerkursand, þessi síðasta mynd er tekin þegar við vorum á leiðinni heim og kíktum út í Dyrhólaey :)


Þess má geta að við erum báðar í síns eigins prjónuðum lopapeysum á myndinni!

Framundan er semsagt mikið mikið frábær dagur og ég hlakka ofsalega til að sýna ykkur frá öllu fallega dótinu sem ég er búin að fá í afmælisgjöf nú þegar :)

knús
- afmælisbadn -