Thursday, November 28, 2013

jólakúlukrans og afmælisbadn

Það er búið að vera alveg endalaust mikið að gera hjá mér undanfarið sem er bara yndislegt en mér finnst samt doldið leiðinlegt hvað ég hef þurft að vanrækja bloggið. Ojæja.

Er búin að vera mjög dugleg að föndra og prjóna undanfarið, því miður á flest á því eftir að enda í jólapakka svo ég get ekki montað mig af því að svo stöddu (en bíðiði bara!). Í fyrradag átti ég ofsalega notalegt kvöld með tveimur vinkonum mínum í vinnunni þegar við ákváðum að gera jólakúlukransa. Fyrirmyndina fundum við hérna og hún leit svona út:


How to make your own Christmas ornament wreath for less than $10! LOVE this!

Baaara gordjöss. Ég átti mjög erfitt með að ákveða hvernig minn átti að vera, langaði doldið mikið í silfurgylltan einhvern veginn en endaði á að play it safe og gerði rauðan. Og auðvitað er hann risastór... og auðvitað er hann fyrir ofan kertaarinn minn:



Alveg hrikalega mikil dásemd! Og núll mál að framkvæma þetta, tók jú dálítinn tíma en það er alveg í góðu - sérstaklega ef maður er í góðum félagsskap :)

Innkaupalistinn fyrir þetta verkefni var sumsé:
- jarðarfarakrans úr Blómaval 1,990 kr.
- milljón jólakúlur, já í alvöru, milljón
- límbyssa og nóg af áfyllingum í hana, ég notaði 8 stykki alls

Það þarf í alvöru milljón kúlur, sérstaklega ef maður ætlar að gera þetta í tröllastærð. Mér leið pínu eins og ég væri að flytja að heiman þegar ég mætti á föndurstaðinn með þetta í eftirdragi:



Nú, kona byrjar sumsé á að leggja kransinn lárétt á borð. Ég byrjaði á að frístæla þetta dáldið en svo fannst mér betra að raða nokkrum kúlum svona sirkabát og líma þær síðan eftir að hafa tekið silfurlitaða hengidótið úr þeim (hvað í f-inu heitir það?!). Og passa að spara límið ekki! Og æpa bara dömulega ef maður brennir sig og halda svo áfram, það gróir á no time.

Fyrst snýr maður kraninum öfugt og raðar kúlunum þannig að allir endar snúi upp. Þarna er mikilvægt að ná að fylla alveg í hringinn, ég var með fjórar stærðir af kúlum svo að þetta var smá pússl. Svo er kransinum flippað við og þá hefst brjálæðið við að fylla í eyðurnar!



Þetta er í alvöru ekkert mál!

Þegar maður er búinn að lima og líma og líma og líma og finnst maður vera búinn er gott að standa aðeins upp frá verkinu og athuga hvort maður sjái eyður einhvers staðar sem maður sér ekki endilega þegar maður er með andlitið þakið glimmeri alveg upp við kransinn. Ég eyddi ágætis tíma í að fylla í göt með pínuponsulitlu kúlunum úr Ikea, þær komu að mjög góðum notum. Þegar ég ákvað að nú væri nóg komið lá þetta ferlíki á borðinu fyrir framan mig:



Og fyrir aftan er kransinn hennar Heiðu minnar - hann er eins á litinn en í örlítið eðlilegri stærð.

Hann virðist alveg "ógötóttur" en þegar ég tók mynd með flassi leit hann svona út:



Eftir á að hyggja hefði verið góð hugmynd að vefja rauðum borða utan um kransinn, sem er úr hálmi, og þess vegna sést svo vel á milli allra kúlanna. Íris gerði silfurlitaðan og gylltan krans, svona eins og ég var mikið að pæla í að gera og hann endaði svona:


Algjört æði! 

Ef ég geri svona aftur þá verður hann klárlega eitthvað í þessa áttina. Finnst silfur og gyllt (allt í einu) svo rosalega fallegt saman - fyrir svona hálfu ári hefði það verið klárt no-no sko. 

Sumsé, þó að kransinn sé ekki alveg pörfekt þá er hann það samt alveg og götin sjást ekkert nema maður sé með stækkunargler á honum. Ég á að vísu eftir að fixa slaufu á hann, er ekki alveg búin að ákveða hvernig en sé fyrir mér eitthvað hvít og gyllt. Þangað til ég ákveð mig hefur hann það bara fínt þarna fyrir ofan kertaarinninn hálfnakinn og slaufulaus :)


Með honum á arinnhillunni er ýmislegt fallegt góss :)

Meðal annars... 

... krúttað dóterí undir glerkúpli:



Lítil jólastelpa að spila á fiðlu ofan á Nietzsche:


Gjöööðveik bjöllustjarna úr Blómaval sem ég keypti þar á konukvöldi um daginn:




Og aðventukransinn minn, sem er mjög plain í ár:



Algjör draumur! :)

Dagurinn í dag er annars afar merkilegar af því að í dag (það er ennþá 27. nóvember þegar þetta er skrifað) á hún Þórdís mín afmæli. Dagurinn á morgun verður líka merkilegur af því að þá á undirrituð afmæli.

Við höfum nú brallað ýmislegt saman og á toppnum eru klárlega Ameríkuferðin okkar 2007 (dollarinn á 63 krónur, jebbjebb):


... okkur finnst líka gaman að fara í sumarbústaðaferðir þar sem við erum oftar en ekki herbergisfélagar. Ég set alltaf sængurver á sængina hennar og hún sér um að skreyta herbergið okkar. Hér ætlaði ég að fara að sofa og þá voru sumir búnir að kveikja á kertum og tilbúnir með (einstaklega creppy barna)bók til þess að lesa upphátt:


ooog okkur finnst líka gaman að drekka kokteila:


Undanfarin tvö ár höfum við síðan gert okkur ferð austur á land að sjá flugeldasýninguna á jökulsárlóninu við Breiðamerkursand, þessi síðasta mynd er tekin þegar við vorum á leiðinni heim og kíktum út í Dyrhólaey :)


Þess má geta að við erum báðar í síns eigins prjónuðum lopapeysum á myndinni!

Framundan er semsagt mikið mikið frábær dagur og ég hlakka ofsalega til að sýna ykkur frá öllu fallega dótinu sem ég er búin að fá í afmælisgjöf nú þegar :)

knús
- afmælisbadn -

2 comments:

  1. Vá! Æðislegir kransar hjá ykkur :) Væri til í að útbúa mér einn ;)
    Kv. Sandra

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir! (heilum mánuði síðar) - þetta er sko ekkert mál! :)

    ReplyDelete

Mundu að skrifa nafnið þitt undir svo ég geti gefið þér fæv fyrir kvittið :)