Friday, January 24, 2014

the winner takes it all...

Ég á mjög auðvelt með að finna mér ástæður til þess að kaupa hluti. Dagurinn í dag var engin undantekning á því, ég fór í frammistöðuviðtal í vinnunni og í framhaldi af því varð ég augljóslega að fá verðlaun. Eftir að hafa fengið boð frá Þórdísi, kærastanum mínum, á Kaffitár kíktum við í Húsasmiðjuna / Blómaval þar sem allt virtist vera á afslætti. Ég birgði mig því upp af glæru seríunum (40% afsláttur) sem ég elska ásamt þessari hér (30% afsláttur):




Hún er dásamleg! Nær mér ca upp í mitti - það var mjög áhugavert að draga bera hana út í bíl og svo aftur upp stigann heima. Þórdís sá sig tilneydda til þess að taka myndir af mér að drösla henni um (lugtinni þ.e.) og ef ég liti ekki út eins og lítið barn að labba út úr nammibúð á þeim myndi ég hiklaust birta þær. Sorrí...




Hef töluvert betri hugmyndir um hvað ég ætla að hafa í lugtinni en þangað til skellti ég í hana fjórum kertum - það stærsta er eldgamalt og búið að veltast um í kertakassanum mínum (svona eins og ég eigi bara einn kertakassa en ekki þrjá, lol!) í eitt og hálft ár frá því að ég mod podge-aði mynd á hana þegar ég var að byrja að prófa mig áfram í því, það hefur brotnað töluvert upp úr því en stærðin hentaði einstaklega vel svo að ég leyfi því að vera þarna svona til að byrja með. Hin þrjú eru bara þessi venjulegu, hvítu kubbakerti úr Ikea, svona eins og allir eiga.

Seríuna setti ég svo ofan á með það í huga að ég gæti skellt henni inn í lugtina þegar það er ekki kveikt á kertunum - hún stendur nebblega upp við svalahurðina og það vill gjósta dálítið inn um hana þegar hún er opin, aldrei lognmolla í Keflavíkinni sko.

Og hérna var ég búin að slökkva á ljósunum til þess að fullkomna kósýtæmið mitt:




Mig er búið að langa SVO lengi í svona stóra lugt og verð að viðurkenna að ég hreinlega gæti ekki verið ánægðari!

Það stefnir annars allt í yndislega helgi, annað kvöld er ég að fara út að borða og á uppistand með Mið-Íslandi ásamt Vagínunum mínum og ég hlakka svo mikið til að gera mig sæta(ri) og kósýast með þeim :)




- knús -


ps það virðast vera einhverjar ósættir um hvort þetta er skrifað lugt eða lukt - MÉR finnst lugt vera rökréttara þar sem þetta hlýtur að koma af orðinu logi. Læt þetta liggja milli mála í bili en verandi sjálftitlaður prófarkalesari þætti mér kjánalegt að vera með svona áberandi stafsetningarvillur á Internetinu.

Wednesday, January 22, 2014

skilti

Hæ krakkar!

Í dag ætlum við að skoða skiltið mitt sem ég bjó til einhvern tímann á síðasta ári. Ég er búin að eiga í miklu ástar- og hatursambandi við það og fannst það ekkert fallegt fyrst svo að ég faldi það bara inni í svefnherbergi. Þegar ég bjó til gluggann minn missti skiltið hins vegar heimilið sitt svo að ég ákvað að finna því nýtt heimili og þá endaði það inni í stofu við hliðina á stól sem ég fékk gefins til að leika við:


Þegar ég bjó skiltið til vissi ég ekki alveg hvað ég var að fara út í. Ég var með fjórar spýtur sem ég var búin að negla saman og mála hvítar, stensil sem ég fann í Púkó & Smart og svarta málningu:


Ég komst eiginlega strax að því að ég var ekki að fara að nota málninguna til þess að stensla með því hún lak út um allt. Eftir að hafa íhugað þetta smá endaði ég á að fylla út í stenslana hreinlega með svörtum tússpenna. Varð alveg dolfallin á hversu vel það kom út og svo var það líka mjög fljótt að þorna. Ég er örvhent svo að ég á mjög erfitt með að vinna með mjög blauta penna þegar ég er að skrifa svo að þetta var mikill kostur. EN verandi ég, að þessu um miðja nótt því ég á svo erfitt með að hætta ef ég fæ góðar hugmyndir og þarafleiðandi hálfsofandi, ruglaðist ég á því sem ég var að gera og skrifaði part af orði vitlaust. Og við það hófst þetta ástar- og haturssamband:


Það liðu margir mánuðir þangað til ég nennti að laga þetta og þegar ég loksins gerði það átti ég enga hvíta málningu að ráði svo að þetta er alls ekki fullkomið. En það er dáldið rústik fyrir svo að þegar ég ákvað að þetta yrði bara allt í lagi varð ég bara ánægð með afraksturinn:



Stólinn við hliðina fékk ég, eins og ég sagði, gefins frá vinkonu minni. Hann var ljósbrúnn, úr eins konar basti, en ég lakkaði hann hvítan - með afgangslakki úr kertaarninum mínum og gerði fæturna svarta, með sams konar lakki. Hér liggur hann á föndurborðinu mínu tilbúinn í action:


Og hér er hann tilbúinn!


Lugtirnar mínar úr Ikea eru mjög krúttlegar þarna fyrir framan, sú stærri er með sjálftíndum könglum og litla krúttlega hnettinum mínum úr Púkó & Smart. Ég á mjög erfitt með að segja skilið við jólin svo að það eru glærar seríur ennþá út um alla íbúð (og rauðar í stofuglugganum, USS!), þessi er 20 ljósa og ég stakk bút af henni inn í stærri lugtina og svo hangir litli unginn minn þarna utan á.


Allt í allt bara ágætlega huggulegt :)

hafið það yndislegt og ekki gleyma like-takkanum efst í færslunni!

- knús -

Today you are you
that is truer than true
there's no one alive
who is youer than you

Be who you are
and say what you feel
because those who mind
don't matter
and those who matter
don't mind

- dr. Seuss

Monday, January 6, 2014

hitt og þetta jóla

Gvuð minn góður hvað mig langar ekki að taka jólin niður, mögulega af því að það er bara svona vika síðan ég kláraði að setja þau upp. Allavega, hér koma nokkrar random myndir af íbúðinni, sona héðan og þaðan kósýtæm :)


Krúttleg snjókorn hangandi í gardínustöng, þau sömu og hanga í speglinum mínum fyrir ofan skenkinn.


Bleikt og stelpulegt þema við hliðina á bleika jólatrénu mínu, RISAstór Hello Kitty jólakúla og nestisbox fyrir aftan sem mamma og pabbi gáfu mér í jólagjöf sem ég ætla að geyma perludótið mitt í.


Við hliðina á sjónvarpinu - bíbíkrukkan mín með gylltum og silfruðum jólakúlum í, stjarna frá Pier, stjörnukertastjakinn úr Púkó & Smart og Home kertastjakinn úr Blómaval, kökudiskurinn frá Þórdísi minni í jólagjöf fyrir mörgum mörgum árum þegar við vorum eiginlega bara börn ennþá.


Hinum megin við sjónvarpið - Púkó & Smart krukkan mín ennþá full af könglum og jólasveinarnir tveir sem ég prjónaði fyrir síðustu jól (það fyrsta sem ég lærði að prjóna!)


Kerti sem ég keypti í Rúmfó og fann engan stað fyrir þessi jólin - hefði líka seint tímt að kveikja á þeim (og glimmerið af þeim fer út um ALLT).


Dagatal síðan ég var peð - fann líka engan stað fyrir það svo ég hengdi það bara upp á skáp.


Lítil jólastelpa sem ég fékk á litlu jólunum í vinnunni 2012 hangandi á sama skápnum.


Turninn minn úr Rúmfó (svona eins og allir eiga) í eldhús"glugganum" - á efri hæðinni er jólaengill sem mamma gaf mér, bolli sem Ingunn amma keypti handa mér í einhverjum útlöndum (mögulega Tékklandi?) og tvö Iittala skotglös sem nýtast betur sem kertastjakar (vík burt Satan og það allt). Á neðri hæðinni er jólakirkja sem ég gaf ömmu þegar ég var lítil og er með gati að aftan fyrir kerti sem slokknar að vísu alltaf á, bjalla frá ömmu Siggu, lítil jólakerla sem ég man ekki hvaðan kemur en ég hef átt hana lengi, hvítt kertaglas með öðru rauði innan í og lítill rauður stjaki úr Ikea (á MILLJÓN svoleiðis og það er alltaf hægt að finna þeim nýja staði). Svo hanga þarna neðan úr skautar sem Ína Dóra mín úr vinnunni heklaði handa mér og mér þykir svo vænt um. Ég setti líka tvo blúnduborða í kantana á bökkunum til þess að gera þá hátíðlegri, finnst þeir voðalega krúttlegir.



Hinum megin í glugganum er stóri svarti Ikea vasinn minn og með honum kertastjakinn minn úr Púkó & Smart með litlum krúttlegum könglum í, glerbox úr MyConceptstore með stærri könglum í, lítill stjaki í stíl sem ég fann á konukvöldinu í Blómaval og tvær krukkur sem komu úr grænu systrunum, ég setti tvær litlar Sia styttur í þær með fullt af snjó...



Iittala vasinn minn á stofuborðinu með fullt af kúlum frá ömmu Ingunni í ásamt stjökunum litlu í stíl. Geymi kúlurnar alltaf í sama kassa og ég fékk þær í og ég sverða, það er ennþá pínu ömmulykt úr honum :) (ég er ennþá ekki farin að kveikja nógu oft í arninum mínum sökum hitakófa)


Oggulítill tertudiskur sem ég fann í Tæger (ef ég skrifa fann en ekki keypti kemur það minna út eins og ég sé að kaupa allt sem ég sé. Sem er alls ekki keisið sko) og smellpassar undir litla klerkúpulinn minn sem var þarna áður ofan á loki af kókdós. Finnst þessi tertudiskur afskaplega mikil dásemd.


Jólasveinn á sleða í fyrstadesembergjöf frá Þórdísi - því allt eðlilegt fólk gefur fyrstadesembergjafir! Ég gaf henni ógeðslega krúttlega jólamús í staðinn sem ég þyrfti rosalega að eiga mynd af.


Enn meira af jólakúlunum fallegu í risastórum glervasa með seríu í!


Hraunkertið mitt sem ég fékk í jólagjöf frá Önnu og Hannesi, ógeðslega töff! Er með það á tölvuborðinu mínu og þetta er föndurborðið mitt sem þið sjáið þarna fyrir aftan :)


Afmælisgjöfin sem ég hef klárlega notað hvað mest - alvöru kertakveikjari svo að ég brenni mig ekki síður frá Þórdísi sem veit stundum betur en ég hvað ég þarf nauðsynlega að eiga.

... Ef það lítur út fyrir að ég sé að springa úr væmni yfir öllum fallegu hlutunum mínum er það bara af því að ég er að því. Þú veist hey, ef  maður má ekki vera væminn á jólunum, hvenær má maður það þá?!

Takk fyrir öll like-in ykkar yndislega fólk - keep at it!

Friday, January 3, 2014

glamúrjól

Nú fer hver að verða síðastur til þess að skrifa og sýna jóladót svo að það er eins gott að fara að keyra þetta doldið í gang.

Sumsé, eftir að hafa röflað dáldið um að mig vantaði ofsalega spegil til þess að hafa fyrir ofan skenkinn minn í borðstofunni gáfu mamma og pabbi mér að sjálfsögðu einn slíkan í afmælisgjöf. Hann er dásamlegur og ég er nú þegar búin að breyta skreytingunni og dóteríinu í kringum hann svona þrisvar.

Ég heimtaði að spegillinn yrði settur upp strax og við nýttum pabbi nýtti bara naglana sem voru á veggnum eftir að ég tók Marilyn og Audrey niður. Og þess vegna er spegillinn mögulega fullhátt uppi á veggnum fyrir dverginn sem ég er en það er alltílæ, ég þarf ekkert að ná upp í einhvern spegil til þess að fá það staðfest að ég er sæt. Sem betur fer, því þegar ég stend fyrir framan hann er þetta það eina sem ég sé:




Á milli jóla og nýárs setti ég nýja, hvíta jólatréð mitt á skenkinn ásamt hvíta bakkanum sem er venjulega alltaf á borðstofuborðinu (ástæða flutningsins kemur síðar!) og fullt af glerdóti sem ég er afskaplega heit fyrir þessa dagana. 




Er ekki alveg nógu ánægð með það sem er á hvíta jólatrénu og þetta verður öðruvísi á næsta ári - ég bara er nokkrum númerum of löt að gera það núna og kaupa það sem á vantar. En hlakka samt doldið mikið til að sjá útkomuna á næsta ári (ókei, þessu ári). Svo er þarna ossalega fíni löberinn minn með silfurþráðunum á til þess að fá smá glamúr og hjartabandið. Á bakkanum er síðan, sem áður sagði, fullt af glerdóti. Og svo eru þarna fulltfulltfullt af glærum ljósum með og litlum kristöllum sem ég fann í Rúmfó og elska ofsalega mikið.





Marimekko skálin er afmælisgjöf frá bróður mínum og tengdasystur og í henni eru nokkur jólakortanna sem ég fékk núna, geymslubókin er frá MyConceptstore og þriggja hæða krukkuna fann ég í Rúmfó (við mikla gleði). Kertastjakarnir eru úr Púkó & smart (hef talað um þá nokkrum sinnum áður) og ég batt á þá slaufur úr gráum flauelsborða til þess að gera þá hátíðlegri.

Á speglinum er önnur glær sería og á sitthvorum naglanum hanga annars vegar fjögur glimmersnjókorn sem ég hengdi hvert í annað og hjarta sem ég keypti í Húsasmiðjunni og átti að vera jólagjöf en svo bara vildi það ekkert fara frá mér (hræðilegt þegar svoleiðis gerist). Svo hengdi ég sitthvorum megin tvær litlar stjörnur og stakk nokkrum ljósum af seríunni inn í þær, það kom mjög vel út!




Ástæðan fyrir því að hvíti bakkinn er ekki lengur á borðstofuborðinu er einföld, hann hefur fengið keppinaut. Á konukvöldi sem ég fór á í lok nóvember sá ég hann og langaði svo ofsalega mikið í hann en var búin að bíta það í mig að kaupa ekkert nýtt skraut fyrr en eftir jól, svona til þess að gefa fólki að minnsta kosti brotabrot af tækifæri á að gefa mér gjafir sem ég ætti ekki nú þegar. Og það borgaði sig sko, því ég fékk þessa dásemd í jólagjöf frá vinkonu minni sem var líka á konukvöldinu og sá mig væntanlega slefandi yfir henni (dásemdinni þe). Umrædd dásemd er semsagt þessi bakki:



Á hann setti ég einfaldlega nánast allt dóteríið sem var á hvíta bakkanum þarna á borðinu á undan, blúndustjakarnir fóru á skenkinn, ég bætti við kertastjaka og vasa úr brassi og Iittala skál sem ég fékk frá Rut minni í jólagjöf. Svo lét ég snjóa dáldið yfir og er mjög sátt með hvernig það kom út miðað við að þetta var frumraun.





Grenigreinin í vasanum er einfaldlega grein af litla eldhúsjólatrénu mínu sem slitnaði af þegar ég var að setja það upp (ég er í alvöru amazed á því að það sé eitthvað eftir af trénu). Svo eru þarna allir glimmerkönglarnir, mosinn úr Garðheimum, glimmerstjarna og XMAS skilti sem ég keypti í Rúmfó (love). Ég festi líka "demant" á vasann til þess að blinga hann aðeins upp og líka af því að ég var orðin svo spennt fyrir því að prófa demantana, það eru límmiðar aftan á þeim svo það er kreisí auðvelt að festa þá hingað og þangað.

Hlakka ekkert sérstaklega mikið til að þrífa allt glimmerið af íbúðinni en það fer að koma að því. Og þá kemur bara eitthvað annað í staðinn :) Er samt ekki aaalveg tilbúin í það svo að það eiga mögulega eftir að koma nokkrar jólafærslur í viðbót - jólin eru líka ekkert búin fyrr en á þrettándanum sko!


- knús -

ps vil minna á læktakkann sem er þarna efst og ætti endilega að vera vinur ykkar allra!