Wednesday, January 22, 2014

skilti

Hæ krakkar!

Í dag ætlum við að skoða skiltið mitt sem ég bjó til einhvern tímann á síðasta ári. Ég er búin að eiga í miklu ástar- og hatursambandi við það og fannst það ekkert fallegt fyrst svo að ég faldi það bara inni í svefnherbergi. Þegar ég bjó til gluggann minn missti skiltið hins vegar heimilið sitt svo að ég ákvað að finna því nýtt heimili og þá endaði það inni í stofu við hliðina á stól sem ég fékk gefins til að leika við:


Þegar ég bjó skiltið til vissi ég ekki alveg hvað ég var að fara út í. Ég var með fjórar spýtur sem ég var búin að negla saman og mála hvítar, stensil sem ég fann í Púkó & Smart og svarta málningu:


Ég komst eiginlega strax að því að ég var ekki að fara að nota málninguna til þess að stensla með því hún lak út um allt. Eftir að hafa íhugað þetta smá endaði ég á að fylla út í stenslana hreinlega með svörtum tússpenna. Varð alveg dolfallin á hversu vel það kom út og svo var það líka mjög fljótt að þorna. Ég er örvhent svo að ég á mjög erfitt með að vinna með mjög blauta penna þegar ég er að skrifa svo að þetta var mikill kostur. EN verandi ég, að þessu um miðja nótt því ég á svo erfitt með að hætta ef ég fæ góðar hugmyndir og þarafleiðandi hálfsofandi, ruglaðist ég á því sem ég var að gera og skrifaði part af orði vitlaust. Og við það hófst þetta ástar- og haturssamband:


Það liðu margir mánuðir þangað til ég nennti að laga þetta og þegar ég loksins gerði það átti ég enga hvíta málningu að ráði svo að þetta er alls ekki fullkomið. En það er dáldið rústik fyrir svo að þegar ég ákvað að þetta yrði bara allt í lagi varð ég bara ánægð með afraksturinn:



Stólinn við hliðina fékk ég, eins og ég sagði, gefins frá vinkonu minni. Hann var ljósbrúnn, úr eins konar basti, en ég lakkaði hann hvítan - með afgangslakki úr kertaarninum mínum og gerði fæturna svarta, með sams konar lakki. Hér liggur hann á föndurborðinu mínu tilbúinn í action:


Og hér er hann tilbúinn!


Lugtirnar mínar úr Ikea eru mjög krúttlegar þarna fyrir framan, sú stærri er með sjálftíndum könglum og litla krúttlega hnettinum mínum úr Púkó & Smart. Ég á mjög erfitt með að segja skilið við jólin svo að það eru glærar seríur ennþá út um alla íbúð (og rauðar í stofuglugganum, USS!), þessi er 20 ljósa og ég stakk bút af henni inn í stærri lugtina og svo hangir litli unginn minn þarna utan á.


Allt í allt bara ágætlega huggulegt :)

hafið það yndislegt og ekki gleyma like-takkanum efst í færslunni!

- knús -

Today you are you
that is truer than true
there's no one alive
who is youer than you

Be who you are
and say what you feel
because those who mind
don't matter
and those who matter
don't mind

- dr. Seuss

5 comments:

  1. Flott...Baeti ther inn a Blog feedid hja mer!

    ReplyDelete
  2. Gleymdi linknum...http://www.decochickblog.com/

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ohmylord - ég er sko búin að fylgjast með þér í marga mánuði! Vertu endilega velkomin ;)

      Delete
  3. skiltið er dásamlegt - er algjör sukker fyrir flottum textum og skiltum :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk kærlega fyrir það - þetta er sko ekkert mál í framkvæmd :)

      Delete

Mundu að skrifa nafnið þitt undir svo ég geti gefið þér fæv fyrir kvittið :)