Monday, January 6, 2014

hitt og þetta jóla

Gvuð minn góður hvað mig langar ekki að taka jólin niður, mögulega af því að það er bara svona vika síðan ég kláraði að setja þau upp. Allavega, hér koma nokkrar random myndir af íbúðinni, sona héðan og þaðan kósýtæm :)


Krúttleg snjókorn hangandi í gardínustöng, þau sömu og hanga í speglinum mínum fyrir ofan skenkinn.


Bleikt og stelpulegt þema við hliðina á bleika jólatrénu mínu, RISAstór Hello Kitty jólakúla og nestisbox fyrir aftan sem mamma og pabbi gáfu mér í jólagjöf sem ég ætla að geyma perludótið mitt í.


Við hliðina á sjónvarpinu - bíbíkrukkan mín með gylltum og silfruðum jólakúlum í, stjarna frá Pier, stjörnukertastjakinn úr Púkó & Smart og Home kertastjakinn úr Blómaval, kökudiskurinn frá Þórdísi minni í jólagjöf fyrir mörgum mörgum árum þegar við vorum eiginlega bara börn ennþá.


Hinum megin við sjónvarpið - Púkó & Smart krukkan mín ennþá full af könglum og jólasveinarnir tveir sem ég prjónaði fyrir síðustu jól (það fyrsta sem ég lærði að prjóna!)


Kerti sem ég keypti í Rúmfó og fann engan stað fyrir þessi jólin - hefði líka seint tímt að kveikja á þeim (og glimmerið af þeim fer út um ALLT).


Dagatal síðan ég var peð - fann líka engan stað fyrir það svo ég hengdi það bara upp á skáp.


Lítil jólastelpa sem ég fékk á litlu jólunum í vinnunni 2012 hangandi á sama skápnum.


Turninn minn úr Rúmfó (svona eins og allir eiga) í eldhús"glugganum" - á efri hæðinni er jólaengill sem mamma gaf mér, bolli sem Ingunn amma keypti handa mér í einhverjum útlöndum (mögulega Tékklandi?) og tvö Iittala skotglös sem nýtast betur sem kertastjakar (vík burt Satan og það allt). Á neðri hæðinni er jólakirkja sem ég gaf ömmu þegar ég var lítil og er með gati að aftan fyrir kerti sem slokknar að vísu alltaf á, bjalla frá ömmu Siggu, lítil jólakerla sem ég man ekki hvaðan kemur en ég hef átt hana lengi, hvítt kertaglas með öðru rauði innan í og lítill rauður stjaki úr Ikea (á MILLJÓN svoleiðis og það er alltaf hægt að finna þeim nýja staði). Svo hanga þarna neðan úr skautar sem Ína Dóra mín úr vinnunni heklaði handa mér og mér þykir svo vænt um. Ég setti líka tvo blúnduborða í kantana á bökkunum til þess að gera þá hátíðlegri, finnst þeir voðalega krúttlegir.



Hinum megin í glugganum er stóri svarti Ikea vasinn minn og með honum kertastjakinn minn úr Púkó & Smart með litlum krúttlegum könglum í, glerbox úr MyConceptstore með stærri könglum í, lítill stjaki í stíl sem ég fann á konukvöldinu í Blómaval og tvær krukkur sem komu úr grænu systrunum, ég setti tvær litlar Sia styttur í þær með fullt af snjó...



Iittala vasinn minn á stofuborðinu með fullt af kúlum frá ömmu Ingunni í ásamt stjökunum litlu í stíl. Geymi kúlurnar alltaf í sama kassa og ég fékk þær í og ég sverða, það er ennþá pínu ömmulykt úr honum :) (ég er ennþá ekki farin að kveikja nógu oft í arninum mínum sökum hitakófa)


Oggulítill tertudiskur sem ég fann í Tæger (ef ég skrifa fann en ekki keypti kemur það minna út eins og ég sé að kaupa allt sem ég sé. Sem er alls ekki keisið sko) og smellpassar undir litla klerkúpulinn minn sem var þarna áður ofan á loki af kókdós. Finnst þessi tertudiskur afskaplega mikil dásemd.


Jólasveinn á sleða í fyrstadesembergjöf frá Þórdísi - því allt eðlilegt fólk gefur fyrstadesembergjafir! Ég gaf henni ógeðslega krúttlega jólamús í staðinn sem ég þyrfti rosalega að eiga mynd af.


Enn meira af jólakúlunum fallegu í risastórum glervasa með seríu í!


Hraunkertið mitt sem ég fékk í jólagjöf frá Önnu og Hannesi, ógeðslega töff! Er með það á tölvuborðinu mínu og þetta er föndurborðið mitt sem þið sjáið þarna fyrir aftan :)


Afmælisgjöfin sem ég hef klárlega notað hvað mest - alvöru kertakveikjari svo að ég brenni mig ekki síður frá Þórdísi sem veit stundum betur en ég hvað ég þarf nauðsynlega að eiga.

... Ef það lítur út fyrir að ég sé að springa úr væmni yfir öllum fallegu hlutunum mínum er það bara af því að ég er að því. Þú veist hey, ef  maður má ekki vera væminn á jólunum, hvenær má maður það þá?!

Takk fyrir öll like-in ykkar yndislega fólk - keep at it!

No comments:

Post a Comment

Mundu að skrifa nafnið þitt undir svo ég geti gefið þér fæv fyrir kvittið :)