Friday, January 3, 2014

glamúrjól

Nú fer hver að verða síðastur til þess að skrifa og sýna jóladót svo að það er eins gott að fara að keyra þetta doldið í gang.

Sumsé, eftir að hafa röflað dáldið um að mig vantaði ofsalega spegil til þess að hafa fyrir ofan skenkinn minn í borðstofunni gáfu mamma og pabbi mér að sjálfsögðu einn slíkan í afmælisgjöf. Hann er dásamlegur og ég er nú þegar búin að breyta skreytingunni og dóteríinu í kringum hann svona þrisvar.

Ég heimtaði að spegillinn yrði settur upp strax og við nýttum pabbi nýtti bara naglana sem voru á veggnum eftir að ég tók Marilyn og Audrey niður. Og þess vegna er spegillinn mögulega fullhátt uppi á veggnum fyrir dverginn sem ég er en það er alltílæ, ég þarf ekkert að ná upp í einhvern spegil til þess að fá það staðfest að ég er sæt. Sem betur fer, því þegar ég stend fyrir framan hann er þetta það eina sem ég sé:




Á milli jóla og nýárs setti ég nýja, hvíta jólatréð mitt á skenkinn ásamt hvíta bakkanum sem er venjulega alltaf á borðstofuborðinu (ástæða flutningsins kemur síðar!) og fullt af glerdóti sem ég er afskaplega heit fyrir þessa dagana. 




Er ekki alveg nógu ánægð með það sem er á hvíta jólatrénu og þetta verður öðruvísi á næsta ári - ég bara er nokkrum númerum of löt að gera það núna og kaupa það sem á vantar. En hlakka samt doldið mikið til að sjá útkomuna á næsta ári (ókei, þessu ári). Svo er þarna ossalega fíni löberinn minn með silfurþráðunum á til þess að fá smá glamúr og hjartabandið. Á bakkanum er síðan, sem áður sagði, fullt af glerdóti. Og svo eru þarna fulltfulltfullt af glærum ljósum með og litlum kristöllum sem ég fann í Rúmfó og elska ofsalega mikið.





Marimekko skálin er afmælisgjöf frá bróður mínum og tengdasystur og í henni eru nokkur jólakortanna sem ég fékk núna, geymslubókin er frá MyConceptstore og þriggja hæða krukkuna fann ég í Rúmfó (við mikla gleði). Kertastjakarnir eru úr Púkó & smart (hef talað um þá nokkrum sinnum áður) og ég batt á þá slaufur úr gráum flauelsborða til þess að gera þá hátíðlegri.

Á speglinum er önnur glær sería og á sitthvorum naglanum hanga annars vegar fjögur glimmersnjókorn sem ég hengdi hvert í annað og hjarta sem ég keypti í Húsasmiðjunni og átti að vera jólagjöf en svo bara vildi það ekkert fara frá mér (hræðilegt þegar svoleiðis gerist). Svo hengdi ég sitthvorum megin tvær litlar stjörnur og stakk nokkrum ljósum af seríunni inn í þær, það kom mjög vel út!




Ástæðan fyrir því að hvíti bakkinn er ekki lengur á borðstofuborðinu er einföld, hann hefur fengið keppinaut. Á konukvöldi sem ég fór á í lok nóvember sá ég hann og langaði svo ofsalega mikið í hann en var búin að bíta það í mig að kaupa ekkert nýtt skraut fyrr en eftir jól, svona til þess að gefa fólki að minnsta kosti brotabrot af tækifæri á að gefa mér gjafir sem ég ætti ekki nú þegar. Og það borgaði sig sko, því ég fékk þessa dásemd í jólagjöf frá vinkonu minni sem var líka á konukvöldinu og sá mig væntanlega slefandi yfir henni (dásemdinni þe). Umrædd dásemd er semsagt þessi bakki:



Á hann setti ég einfaldlega nánast allt dóteríið sem var á hvíta bakkanum þarna á borðinu á undan, blúndustjakarnir fóru á skenkinn, ég bætti við kertastjaka og vasa úr brassi og Iittala skál sem ég fékk frá Rut minni í jólagjöf. Svo lét ég snjóa dáldið yfir og er mjög sátt með hvernig það kom út miðað við að þetta var frumraun.





Grenigreinin í vasanum er einfaldlega grein af litla eldhúsjólatrénu mínu sem slitnaði af þegar ég var að setja það upp (ég er í alvöru amazed á því að það sé eitthvað eftir af trénu). Svo eru þarna allir glimmerkönglarnir, mosinn úr Garðheimum, glimmerstjarna og XMAS skilti sem ég keypti í Rúmfó (love). Ég festi líka "demant" á vasann til þess að blinga hann aðeins upp og líka af því að ég var orðin svo spennt fyrir því að prófa demantana, það eru límmiðar aftan á þeim svo það er kreisí auðvelt að festa þá hingað og þangað.

Hlakka ekkert sérstaklega mikið til að þrífa allt glimmerið af íbúðinni en það fer að koma að því. Og þá kemur bara eitthvað annað í staðinn :) Er samt ekki aaalveg tilbúin í það svo að það eiga mögulega eftir að koma nokkrar jólafærslur í viðbót - jólin eru líka ekkert búin fyrr en á þrettándanum sko!


- knús -

ps vil minna á læktakkann sem er þarna efst og ætti endilega að vera vinur ykkar allra!

2 comments:

Mundu að skrifa nafnið þitt undir svo ég geti gefið þér fæv fyrir kvittið :)