Monday, November 18, 2013

winter is coming

Miðað við útsýnið af svölunum mínum (er hægt að tala um útsýni þegar maður sér varla út?) virðist vera kominn vetur:


Er dáldið mikið fegin að hafa sett seríuna upp korteri áður en snjókoman byrjaði.

Ég var búin að ákveða í hjartanu mínu að ég mætti byrja að jólaskreyta (eða að minnsta kosti vetrarskreyta) 15. nóvember. Það var á föstudaginn og svo hafði ég náttúrulega ekkert tíma í þetta fyrr en í kvöld og mikið sem þetta er yndislegt allt saman, að taka úr kössunum og skoða allt fallega dúlleríið og finna því nýja staði. Ég datt samt ekkert í neitt rugl, veit að allt ferkantaða (í mínum augum skoh) fólkið í kringum mig myndi ekki höndla að koma í heimsókn til mín ef ég færi til dæmis að setja jólatrén upp strax. Þó að það væru bara þessi litlu, iss! En það er líka gaman að taka bara nægan tíma í þetta.

Í kvöld endaði ég á að skreyta bakkann á borðstofuborðinu og er bara nokkuð ánægð með hvernig það fór:


(fer extremely mikið í taugarnar á mér að það sést í skenkinn fyrir aftan en ætla að reyna að missa ekki svefn yfir því)

Þarna er ég sumsé með bakkann minn úr Ilva, strigabút (þann sama og ég notaði í strigakransinn), stjöddnu úr Blómaval, fullt af litlum blúndukertastjökum úr Ilva, mosa og köngla og eitthvað svona krúttdót úr Blómavali og Garðheimum:


Ekkert svo langt síðan ég áttaði mig á hvað svona nestisbox af könglum og góssi eru sniðug, það er hægt að nota þau í svo endalaust mikið. Og þessi voru með glimmeri!

Stóru kertastjakana tvo fékk síðan ég í innflutningsgjöf fyrir löööngu en er nokkuð viss um að þeir séu úr Húsgagnahöllinni, lova þá ofsalega mikið. Löberinn undir fékk ég í jólagjöf frá mömmu, hún fjárfesti í honum í einhverju útlandi - hann á svo agalega vel við með silfurröndunum. Hjartabandið fékk flutning frá skenknum yfir á bakkann, í bili að minnsta kosti, er lengi búin að vera með þetta plan að láta það ná svona út fyrir og loksins fæ ég útrás fyrir það.

Það besta við þetta er hvað þetta er ótrúlega auðvelt, maður hendir bara dóteríinu á bakkann og svo bara er þetta allt í einu gordjöss :)



Svona! Þetta er ekkert það mikið jóló, bara vetró, og allir geta verið sáttir!


 Eigiði yndislega viku í snjónum og öllum skemmtilegheitunum sem fylgja honum! :)

1 comment:

  1. Ótrúlega flott allt saman hjá þér Ingunn :)

    Kv. Sandra

    ReplyDelete

Mundu að skrifa nafnið þitt undir svo ég geti gefið þér fæv fyrir kvittið :)