Monday, November 11, 2013

bráðum...

Bráðum á míns afmæli og bráðum koma jól. Þetta er uppáhaldstíminn minn á árinu og ég hlakka svo endalaust mikið til að byrja að skreyta, setja upp jólatrén mín fallegu og hengja upp allar seríurnar og vera væmnari en venjulega því það er í lagi á jólunum.

Þangað til datt mér í hug að setja saman óskalista yfir hluti sem ég tel bráðnauðsynlegt að ég eignist yfir hátíðirnar :)



Spegill - langur og mjór til að hafa fyrir ofan skenkinn minn, mögulega svartur eða silfraður

Iittala Kastehelmi skálarna eru bara gordjöss - glærar, gráar og sandlitaðar, bæði á fæti og ekki. Tilvalið fyrir sultur og osta og svoleiðis gómgæti :)

Dream Catcher (draumaveiðari?) - mér hefur í dálítinn tíma langað í svoleiðis í mínum litum, bara lítinn samt. Held það gæti orðið dáldið kúl hangandi við / á / í rúmi
Lítil Iittala Alvar Aalto glær skál til að setja jólakonfektið í (nú er ég bara að rembast við að vera hógvær - þessar mættu alveg koma í öllu, stærðum og gerðum heim til mín, ég myndi finna pláss fyrir þær þó ég þyrfti að klippa af mér hárið)


Pífukoddaver til þess að hafa til skrauts ofan á rúmi - þessi eru til í Urban Outfitters og ég er svona 98% á því að ég fái þau í afmælisgjöf frá sjálfri mér :)
Iittala Marimekko skálarnar, bæði litlar og stórar í til dæmis gráu, glæru eða svörtu - algjör draumur

Kertastjakar úr Í sveit og bæ, alvöru og massívir :)

Iittala Essence hvítvíns- og rauðvínsglös - svo ótrúlega stílhrein og falleg


Bastbakki úr Í sveit og bæ, rústik og kósý (og á mjög hagstæðu verði!)

Iittala Festivo kertastjakar í öllum stærðum
Hvítt pífupúðaver úr Í sveit og bæ

Þetta VERÐA jólin sem ég eignast hnotubrjót, ég sverða! Nei hann er ekki creepy, hann er krúttlegur og vinalegur!

Iittala Aalto trébretti #dreymidreym ... þarf rosalega að fara að giftast svo að ég geti farið að hala inn dýrum hlutum af alvöru

Alls konar kertahús, kreisí krúttleg og falleg

Þó að ég hafi eignast míns eigins glugga með því að líma dót af handahófi saman þýðir það sko alls ekki að mig langi ekki í alvöru ... þessi er til dæmis til í Evítu og ég held að það sé bara ágætt að sú búð sé á Selfossi en ekki í til dæmis næsta húsi við mig

Skálarnar sem koma með Fabrikkuborgurunum og er hægt að kaupa þar fjórar saman - hvít, svört, rauð og fjólublá já takk!
Hnettir í alls konar litum, finnst svo fallegt að hafa nokkra saman

Gamaldags trékassi - er mögulega klikkuð en svona væri náttúrulega langflottast eldgamalt og hálfónýtt frekar en nýtt og glansandi (og rándýrt) út í búð. Þetta myndi gleðja hjartað mitt ótrúlega mikið
Antik Kúplar
Alls konar glerkúplar - love love love
og alls konar glerkrukkur - ekki verra ef þær eru á fæti :)


Finnst þessir stafabollar (kertastjakar?) úr Púkó & Smart líka svo kreisí töff


Þennan litla á ég en langar mikiðmikiðmikið í stærri gerðina, sá hana í Garðheimum um daginn og fór snöktandi út því ég var búin að ákveða í fávisku minni að kaupa ekki fleiri kertastjaka í þessari viku :'(

oooog síðast en ekki síst, alls konar föndurdóterí...

Málníngin hennar Mörthu Stewart...
... ég þarf ekkert að fá alla litina

alls konar blúndur og borðar á keflum, sniðugt í diy verkefni og líka fallegt fyrir augun


Hahh, það er ekkert allt af þessu dót frá Iittala! Mikið sem maður getur komið sjálfum sér á óvart stundum.

Að lokum vil ég með mikilli gleði  í hjarta benda ykkur á að commentakerfið er komið í lag ásamt nýju útliti sem ég er barasta dáldið ánægð með. Ekki vera feimin við að láta heyra í ykkur (og mundu að kvitta undir með nafni ef þú ekki  með google account því annars veit ég ekki hver þú ert :)

Vona að þið eigið yndislega viku með kveikt á fullt af kertum í þessu viðbjóðslega veðri, það er allavega það sem ég stefni á

knús

No comments:

Post a Comment

Mundu að skrifa nafnið þitt undir svo ég geti gefið þér fæv fyrir kvittið :)