Friday, January 24, 2014

the winner takes it all...

Ég á mjög auðvelt með að finna mér ástæður til þess að kaupa hluti. Dagurinn í dag var engin undantekning á því, ég fór í frammistöðuviðtal í vinnunni og í framhaldi af því varð ég augljóslega að fá verðlaun. Eftir að hafa fengið boð frá Þórdísi, kærastanum mínum, á Kaffitár kíktum við í Húsasmiðjuna / Blómaval þar sem allt virtist vera á afslætti. Ég birgði mig því upp af glæru seríunum (40% afsláttur) sem ég elska ásamt þessari hér (30% afsláttur):




Hún er dásamleg! Nær mér ca upp í mitti - það var mjög áhugavert að draga bera hana út í bíl og svo aftur upp stigann heima. Þórdís sá sig tilneydda til þess að taka myndir af mér að drösla henni um (lugtinni þ.e.) og ef ég liti ekki út eins og lítið barn að labba út úr nammibúð á þeim myndi ég hiklaust birta þær. Sorrí...




Hef töluvert betri hugmyndir um hvað ég ætla að hafa í lugtinni en þangað til skellti ég í hana fjórum kertum - það stærsta er eldgamalt og búið að veltast um í kertakassanum mínum (svona eins og ég eigi bara einn kertakassa en ekki þrjá, lol!) í eitt og hálft ár frá því að ég mod podge-aði mynd á hana þegar ég var að byrja að prófa mig áfram í því, það hefur brotnað töluvert upp úr því en stærðin hentaði einstaklega vel svo að ég leyfi því að vera þarna svona til að byrja með. Hin þrjú eru bara þessi venjulegu, hvítu kubbakerti úr Ikea, svona eins og allir eiga.

Seríuna setti ég svo ofan á með það í huga að ég gæti skellt henni inn í lugtina þegar það er ekki kveikt á kertunum - hún stendur nebblega upp við svalahurðina og það vill gjósta dálítið inn um hana þegar hún er opin, aldrei lognmolla í Keflavíkinni sko.

Og hérna var ég búin að slökkva á ljósunum til þess að fullkomna kósýtæmið mitt:




Mig er búið að langa SVO lengi í svona stóra lugt og verð að viðurkenna að ég hreinlega gæti ekki verið ánægðari!

Það stefnir annars allt í yndislega helgi, annað kvöld er ég að fara út að borða og á uppistand með Mið-Íslandi ásamt Vagínunum mínum og ég hlakka svo mikið til að gera mig sæta(ri) og kósýast með þeim :)




- knús -


ps það virðast vera einhverjar ósættir um hvort þetta er skrifað lugt eða lukt - MÉR finnst lugt vera rökréttara þar sem þetta hlýtur að koma af orðinu logi. Læt þetta liggja milli mála í bili en verandi sjálftitlaður prófarkalesari þætti mér kjánalegt að vera með svona áberandi stafsetningarvillur á Internetinu.

2 comments:

  1. ó en falleg lukt! Ok sorry ég skrifa lukt, veit ekki afhverju.
    kv, Sandra

    ReplyDelete

Mundu að skrifa nafnið þitt undir svo ég geti gefið þér fæv fyrir kvittið :)