Sunday, December 29, 2013

leið að jólum

(inniheldur ekkert föndur, sorrí!)


Ég man ekki eftir að hafa verið jafnupptekin í desember síðan bara ... ever! Ekki einu sinni þegar ég var í háskólanum með magasár yfir öllum prófunum. Í einhverri brjálaðri tilraunastarfsemi ákvað ég að auglýsa opinberlega að ég væri að bjóða upp á prófarkalestur í stað þess að láta bara þá allra nánustu vita af því eins og ég hef gert undanfarin ár, það vatt svona rosalega upp á sig og ég endaði með átta mastersritgerðir og eitt misserisverkefni á rúmum mánuði. Þetta er náttúrulega brjálæði en um leið alveg ótrúlega gefandi vinna! Af þessum sökum hef ég varla haft tíma til þess að vera til og jólast almennilega þó að ég hafi nú samt farið á fleiri tónleika, viðburði og í fleiri jólaheimsóknir en nokkurn tímann áður. Hef alltaf ætlað að fara á kannski eina tónleika eða svo en svo verið of mikil rola og ekki nennt og ég veit ekki hvað... held ég hafi alveg bætt upp fyrir að minnsta kosti fimm ár, ef ekki meira.

Nú er ég náttúrulega orðin árinu eldri síðan ég setti síðast inn færslu og þess vegna er ég með mjög mikið af efni og dóteríi sem mig langar að tala um. Finnst mjög viðeigandi að byrja á afmælisdeginum mínum en þá mætti ég í vinnuna hress og kát og vanda og yndislegu samstarfskonurnarnar mínar voru búnar að skreyta borðið mitt og buðu mér upp á handvalið úrval af jólasmákökum! Ég bauð þeim að sjálfsögðu upp á súkkulaðiköku og osta í staðinn.



Þessi batterískerti eru brill þar sem ekki má kveikja á kertum - ég fékk þau í afmælisgjöf frá Guðna Friðriki og Sonju, keypt í Ameríkunni


Sunnudaginn eftir það var síðan prjónó heima hjá mér og þemað var að sjálfsögðu #jóló. Ég bauð í tilefni þess upp á heitt súkkulaði (fannst mikil tímamót að gera svoleiðis sjálf!) í mánaðarbollunum gömlu og fallegu og vinkonur mínar buðu upp á veitingar í stíl:




Sumir lögðu sig aðeins meira fram við framleiðslu og -reiðslu veitinganna en aðrir...



algjörlega þess virði:



Anywho, sem áður sagði var ég semsagt ákveðin á því að vera dugleg að sósjalæsa á aðventunni og af einskærri tilviljun áttu nánast allir viðburðirnir sér stað sömu helgina (sem var bara eins gott því ég þurfti á nánast hverri mínútu að halda utan þess í að prófarkalesa). Þetta var svo mikið yndisleg helgi! Á föstudeginu fór ég á jólahlaðborð á Tapasbarnum (sem var samt ekki hlaðborð) með mömmu, pabba, Guðna Friðriki bróður mínum og Sonju kærustunni hans og þaðan á tónleika með Emilíönu Torrini með Þórdísi minni - sem voru klikkaðir!



Við stúlkubörnin fengum stjörnuljós á eftirréttina okkar. Þjónninn spurði hvort við ættum afmæli sem við áttum vissulega ... bara ekki akkúrat þennan dag. Svo það var alltílæ!


Mæli klárlega með kokteilunum á Tapasbarnum :)


Á laugardeginum voru síðan langþráðir Baggalútstónleikar sem við Þórdís höfum reynt að fá miða á í mörgmörgmörg ár. Á undan fórum við á Ítalíu en þangað förum við alltaf á jólunum (og stundum oftar) svo að það bara er orðið tilheyrandi. Baggalútstónleikarnir voru ekkert síðri Emilíönu en auðvitað allt öðruvísi stemmning og sona, kannski dáldið meira fjör svo að við gátum ekki annað en hitt Rut í kokteilum eftir tónleikana og enduðum niðri í bæ og allt. 



(Erum við nokkuð mikið eins og par?!?)


Við sátum alveg aftast en það var vel í lagi 
... nema hvað það virtust allir vera að kela nema við



Maður verður svo agalega þyrstur á svona útstáelsum


Á sunnudeginum var síðan árlegt jólamyndakvöld þar sem við Þórdís hittumst og horfum á Love Actually og The Holiday. Jólin koma sko ekki án þess að ég sjái Hugh Grant dansa. Bara best!



Mörgum hefði nú fundist þetta prógram alveg nóg en ég varð að sjálfsögðu að taka stationhelgi á þetta og á mánudeginum fór ég með Önnu og Hannesi á Russell Brand og við áttum alveg frábært kvöld saman, Anna málaði mig og allt! Við vorum meira að segja svo flottar á því að þegar við komum við í sjoppu á leiðinni heim stoppaði ókunnug kona okkur til að segja okkur hvað við værum fínar og fallegar! Var sko alls ekki leiðinlegt - nema fyrir Hannes greyið sem fékk ekkert hrós og stóð samt við hliðina á okkur, afsakaplega fínn og fallegur sjálfur (ég veit að þú ert giftur, engar áhyggjur).



Þá tóku við nokkrir dagar sem einkenndust af þessu combói:



Allt er betra í Iittala! En mín vegna hefði samt alveg mátt vera meira af þessu:



Af öðrum viðburðum á aðventunni verð ég að nefna miðvikudagskvöldið sem ég brunaði í bæinn og bakaði sörur með Önnu. Finnst ég hafa fullorðnast afskaplega mikið bæði við það og að búa til heita súkkulaðið í jólaprjónóinu, næsta eðlilega skref hlýtur að vera að búa til kjötsúpu. Ég á því miður engar myndir af sörunum tilbúnum í skál þar sem við erum löngu búnar að borða þær allar, úps, en stel þessari frá Önnu sem var tekin á jólamyndakósýkvöldi sem við áttum um síðustu helgi (minnir að það hafi verið þá, það rennur allt dálítið saman í sykurvímuóráði):



Mikið stolt þarna á ferðinni, eðlilega!

Og svo fór ég á jólapolefitnessýningu hjá Önnu sem var mjög óvænt ótrúlega skemmtileg og áhugaverð (var með örlítla fordóma og leið dáldið eins og ég væri að fara á einhvers konar kynferðislega listrænt sjóv, þeir fordómar eru sumsé alveg horfnir):




Ég prjónaði líka nokkur pör af vettlingum...




Á ennþá eftir að búa til svona fimm - sem betur fer er þetta mjög skemmtilegt þar sem það virðast allir verða að eignast svona. Bara gaman :)

Svo bjó ég til slatta af armböndum...




Ef einhver er að pæla í hversu erfitt það er að föndra með svona langar neglur þá er svarið "mjög erfitt - en þess virði"

Í framhaldi þeirrar pælingar er ekki nema eðlilegt að ég sýni ykkur jólaneglurnar mínar:



Þessar til vinstri var ég með á aðventunni en hinar fékk ég siðan korter i jól. Meina, hvenær er ekki betra tækifæri til að blinga sig upp en á jólunum?!


Semsagt yndislegheit og mikið að gera alveg í gegn - næstu færslur verða síðan um fallegu jólin mín sem ég kláraði ekki að setja upp fyrr en í gær :)


- ást og friður -

No comments:

Post a Comment

Mundu að skrifa nafnið þitt undir svo ég geti gefið þér fæv fyrir kvittið :)