Saturday, December 27, 2014

"jólagjöfin mín í ár...

... ekki metin er til fjár." Þetta söng ég hástöfum fyrir verðandi eiginmann minn einhvern daginn á leiðinni heim úr vinnunni. Fannst þögnin sem kom á eftir heldur óþægileg og leit á hann (þó að ég væri við stýrið) og uppskar óvenjulegan vantrúarsvip af hans hálfu. Æj, þessi elska sko.

Við fengum afskaplega mikið fallegt í jólagjöf. Er hálfsvekkt yfir að vera að fara að flytja og nenna ekki að koma öllu almennilega fyrir, við ætlum að byrja að pakka niður strax eftir áramót svo að það verði allt tilbúið svo að ég sé hálfpartinn ekki tilganginn í því að vera að breyta öllu núna fyrir nokkra daga. En mikið sem það verður gaman að búa okkur til fallegt heimili í lok janúar og mikið sem ég hlakka til þess :)


Einum hlutnum varð ég þó að koma á fallegan stað strax, enda er hann frægur með eindæmum og líklega sá umdeildasti í desember. Jú, ég er að tala um Omaggio vasann frá Kähler. Yndislega fallegan Omaggio vasann með brassröndunum. Ég var auðvitað alltof sein með þetta og missti algjörlega af stærri vasanum en sá litli rataði hingað heim á Þorláksmessu (ég vil meina að ég hafi fengið hann í skóinn) og kúrir núna ofan á sófaborðinu með vinum sínum frá Iittala (þeim virðist koma vel saman).




Ofan í Aalto vasanum eru, rétt eins og fyrri jól, gamlar jólakúlur frá ömmu Ingu sem mamma leyfði mér að fá. Þykir endalaust vænt um þær og finnst þær svo fallegar, sérstaklega þessar sem eru óvenjulegar í laginu :)


Á borðstofuborðinu er síðan skreyting af ýmsum hlutum héðan og þaðan. Hnöttunum hef ég náð að safna öllum á þessu ári, Iittala kertastjakarnir eru afmælisgjöf frá Rut vinkonu (sá rauði), og sambýlismanninum (sá grái og þeir glæru). Bjallan er gömul frá ömmu minni og mér þykir afskaplega vænt um hana.



Þarna má meðal annars sjá tvíburabróður afmælisvasans sem mér finnst alveg æðislegur - er alveg hrikalega skotin í þessum röndum og vonast til þess að bæta stóra bróður hans við fljótlega (innflutningsgjöf omg?!)



 Á eldhúsborðinu er síðan lítill bakki með jólatréi sambýlismannsins. Mér fannst svo endalaust sniðugt að hann ætti svona tré þar sem ég alveg eins líka. Mitt fær þess vegna að vera inni í svefnherbergi og hans þarna á bakkanum. Fyrir aftan eru svo Ultima Thule skálarnar sem við fengum flestar í jólagjöf núna í ár og eru gott dæmi um hlut sem ég nenni ekki að finna stað fyrir á þessu millibilstímabili. Er afskaplega ánægð með að eiga núna fleiri en fjórar desertskálar. Hrikalega er maður orðinn fullorðins eitthvað.



Skreytingarnar á íbúðinni í ár voru óvenju casual. Ég til dæmis festi ekki seríurnar í gluggann þannig að hver og ein pera væri fest með límbandi heldur eru nokkrar sogskálar sem halda þeim uppi og þær eru hálfwild. Og það er samt bara yndislegt. Og ég missti ekki geðheilsuna við að festa ljósin upp. Skemmtileg tilbreyting sem ég reyni mögulega að gera að hefð á komandi jólum.

Mér finnst samt nauðsynlegt að skreyta öll herbergin, líka þessi sem fólk pælir að mér finnst almennt ekki nógu mikið í á jólunum. Af þeim sökum er ég að sjálfsögðu með seríu í pínulitla glugganum í þvottahúsinu mínu, hana glittir í hér, hún er þessi rauða:


Ef það er ekki kjörinn tími til þess að byrja á Arnaldi núna þá hreinlega veit ég ekki hvað sko. Tvær færslur á dag er augljóst persónulegt met, ég vonandi held þessu eitthvað áfram eftir því sem ég nenni. Hafið það yndislegt :)

- knús -

No comments:

Post a Comment

Mundu að skrifa nafnið þitt undir svo ég geti gefið þér fæv fyrir kvittið :)