Wednesday, April 15, 2015

#6dagsleikinn

Búin að vera að horfa á gamla Heimsóknarþætti í kvöld. Meirihluti þeirra sem farið er í heimsókn til eru konur og allar eru þær spurðar "fær maðurinn þinn að ráða einhverju hérna?" og oftast eru svörin á þann veg að nei, þeir fái litlu að ráða nema jú í einhverjum tilfella þar sem þeir hafa fengið að breiða úr sér í bílskúrnum.


Voðalega finnst mér þetta kjánalegt eitthvað. Ef maður væri spurður að þessu og að í ljós kæmi að konan hans hefði nú ekkert það góðan smekk svo að hún væri bara inni í eldhúsi væri það sko ekki allt í lagi og viðkomandi þáttur myndi fá álíka góð viðbrögð og þegar Arnar Gauti fór í heimsóknina frægu til Ásgeirs Kolbeins í "ógeðisíbúðina" hans.

Þegar ég átti afmæli í nóvember á síðasta ári ákváðum við þáverandi kærastinn minn (núverandi unnusti) að ég myndi fá að velja mér eitthvað fallegt sjálf. Bæði þjáðist hann af gríðarlegum valkvíða, gjöfin mín til hans hafði verið nokkrum númerum of awesome (RISAstór NERFbyssa) svo að á fallegri íslensku: pressure was on og eins er smekkurinn minn ákaflega sérhæfður, það eru jú mjög margir hlutir sem mig langar til að eiga en um leið eru líka mjög margir hlutir sem mig langar ekki að eiga. Við fórum þess vegna í Líf og list, ég valdi mér fallega hluti og við létum pakka þeim inn. Yndislegt. Ég elskaði þetta og mér leið eins og ofdekraðri prinsessu í marga daga á eftir. 


Viðbrögðin sem ég fékk síðan út á við væru þau að nú væri ég búin að kenna honum að það væri í lagi að hann kæmi mér ekki á óvart og að nú myndi hann aldrei gefa mér neitt. Svona eins og hann hafi verið geltandi þátttakandi í rannsókn hjá Pavlov. Ef hann fengi jákvæða örvun um að hann þyrfti ekki að velja gjafirnar mínar sjálfur myndi hann aldrei læra það. Uh, ókei.


Þetta viðhorf sem stundum jaðrar við að karlmenn séu bara á köflum talandi apar sem geti hvorki fætt né klætt sig sjálfir fer alveg ágætlega í taugarnar á mér. Hrikalega gott dæmi um tvöfalt siðgæði.


Þess ber að geta að ég fékk á fimmtudaginn, sem við hjónaleysin stóðum í Líf og list að drepa tímann, óvænt leyfi frá honum til þess að kaupa mér Kastehelmi stjaka sem þá voru á afslætti. Og ekki bara einn, heldur tvo. Elska þá. Jafnvel þó að ég hafi valið þá sjálf í búðinni. 

No comments:

Post a Comment

Mundu að skrifa nafnið þitt undir svo ég geti gefið þér fæv fyrir kvittið :)