Í þessum pósti ætla ég að deila með ykkur örlítilli veiki sem ég hef uppgötvað að býr innra með mér. Ég er alveg ágætis þáttasjúklingur, svona rétt eins og hver önnur manneskja, og eyði því ágætlega miklum tíma í að horfa á stöff eins og Big Bang Theory, Modern Family, How I Met Your Mother (já, ennþá), Community og Cougar Town. Málið er sumsé að stundum stend ég mig að því að vera að veita heimilum persónanna meiri athygli heldur en því sem er í raun að gerast í þáttunum.
Gott dæmi um þetta er þegar ég horfði um daginn óvart á alla seríuna af Makalaus - brilliant þættir (not) sem gefa mjög raunhæft sjónarhorn á hugarheim einhleypra, íslenskra kvenna (not). Lilja, aðalsögu"hetjan" býr í gömlu, þriggja hæða, sjúklegaobboðslegaklikkaðslega bárujárnshúsi í miðbæ Reykjavíkur (dreym) sem búið er að gera upp (dreym). Íbúðin er á tveimur hæðum (dreym), gengið inn á aðalhæðinni og svo er kjallarinn nýttur sem eitt stórt rými fyrir svefnherbergi (dreeeym), risastórum sérsmíðum skápum (dreymdreym), tvískiptu fataherbergi og baðherbergi (dreymdreymDREYMDREEEEEYM):
Finnst útveggurinn með hleðsluáfeðinni á baðherberginu svo geðveikt kósý og töff og hann nær áfram inn í svefnherbergið sem er með dökkbleiku-ish þema.
Ég íhugaði að taka skjáskot af sýnishornum af svefnherberginu úr þáttunum sjálfum og eyddi ágætum tíma í að finna að rétta skjáskotið en a) það er líklega ekki löglegt og b) ég fann ekkert þar sem aðalpersónan var hagandi sér á viðeigandi hátt fyrir jafndömulega heimasíðu og bloggið mitt er. Fyrir áhugasama vil ég benda á að hreinlega horfa á þættina, þeir eru svosem ekkert mannskemmandi og frænkur mínar úr Pascal Pinon sjá meira að segja um tónlistina.
Það á nú samt líklega engin sjónvarpsþáttaíbúð í íbúðina hennar Carrie í Sex and the City:

(Alveg magnað hvað stúdíóíbúðir eru stórar í Ameríkunni ;)
nú eða íbúðinni sem Monica og Rachel bjuggu í þegar þær léku í Friends:

og þó að ég sé með dálitla fóbíu fyrir skærum litum þá finnst mér íbúðin sem Penny leigir í Big Bang Theory alveg kreisí flott líka:
... hún mætti nú samt alveg taka til greyið.
Að öðrum orðum átti ég alveg dásamlega helgi (eiginlega bara sólahring samt) með foreldrum mínum sem höfðu leigt bústað í Munaðarnesinu. Við prjónuðum, borðuðum góðan mat, tókum rúnt í Húsafell og borðuðum meiri góðan mat. Á leiðinni heim kom ég síðan við hjá vinafólki mínu og það setti algjörlega punktinn yfir i-ið hvað skemmtanagildi varðar. Eins á ég orðið hálferfitt með að sitja kyrr heima án þess að hugsa um jóladótið mitt sem er ennþá allt í felum inni í geymslu svo að það var gott að yfirgefa íbúðina. En þetta styttist allt saman :)
No comments:
Post a Comment
Mundu að skrifa nafnið þitt undir svo ég geti gefið þér fæv fyrir kvittið :)