Wednesday, October 16, 2013

strigakrans

Er örlítið heft þessa dagana þar sem síminn minn tilheyrir þessari veröld ekki lengur og ég get þar af leiðandi ekki tekið myndir af því sem mig langar mest að tala um. 

Allavega.

Ég sá mynd af strigakransi í einhverju tölublaði Vikunnar sem samstarfskona mín kom með í vinnuna (komst að vísu seinna að því að hann var keyptur í Magnolía Design). Þar hékk hann risastór uppi á vegg vafinn svörtum borða og ég bara varð að búa hann til.

Svona var fyrirmyndin sumsé:




Verkefnið byrjaði á símtölum við hinar ýmsu föndurbúðir í leit að rétta kransinum. Fyrir mér á hugtakið "go big or go home" nánast alltaf við þegar ég tek mér eitthvað fyrir hendur svo að kransinn átti að verða stór. Mjög stór. Þannig að ég endaði á að koma við í Blómaval og kaupa stærsta kransinn sem þær áttu til þar, sem venjulega er ætlaður fyrir jarðarfarir. Strigann fékk ég síðan gefins í Kaffitár, mæli með að áhugasamir tékki á því. Mæli líka með að þvo strigann fyrir notkun. Ekki í baðkari samt því það er frekar subbulegt.

Þegar ég ákvað síðan seint þennan sama dag (gott ef það var ekki farið að nálgast miðnætti) að henda í þennan krans átti ég náttúrulega ekkert til það sem þurfti til þess að festa strigann á eðlilegan hátt á kransinn. Ég ætlaði upphaflega að líma hann á en fannst það ekki koma nógu vel út svo að ég endaði á að sauma hann á. Með rauðu garni. Meina hey, það er aftan á og það sér það enginn:



Ég klippti strigann í ræmur og saumaði þær síðan á, eina í einu. Fyrsti búturinn fór á kransinn með endana út þar sem samskeytin sjást hvort eð er ekki en á hinum ræmunum bretti ég alltaf upp á öðrum megin og endaði síðan á einni ræmu með brett upp á báðum megin:



Ég skreytti hann síðan með tuttugu ljósa glærri seríu og fiðrildum sem ég átti til:


Ég festi síðan á kransinnn band úr striganum svo að það væri hægt að hengja hann upp en í dag tjillar hann fyrir ofan kertaarinninn minn (meira um hann síðar) og er svoleiðis alsæll ásamt eiganda sínum. Hef ekki breytt skreytingunni á honum ennþá en langar samt doldið mikið ennþá í þennan svarta borða. Mögulega verða einhverjar framkvæmdir hvað það varðar gerðar fyrir jól.

Hér eru kransinn og kertaarinninn að kynnast í fyrsta sinn (ég er náttúrulega búin að breyta skreytingunni ofan á arninum að minnsta kosti þrisvar sinnum en eins og áður sagði, meira um það síðar):


Að lokum vil ég þakka fyrir frábær viðbrögð frá ykkur fallega fólk! Það eru að vísu eitthvað vesen með kommentakerfið ennþá en á meðan það er vil ég benda á að það er hægt að like-a færslur :)

2 comments:

  1. Snillingur, æðislega flott! :) Hlakka til að heyra um þennan kertaarinn, lúkkar vel!
    Kv. Sandra

    ReplyDelete

Mundu að skrifa nafnið þitt undir svo ég geti gefið þér fæv fyrir kvittið :)