Monday, October 14, 2013

fyrstur

Breytingar og skreytingar hafa mögulega frá fæðingu verið mitt hjartans mál. Þegar ég var lítil var heitasti draumurinn minn að eignast fimmarma kertastjaka og eitt það skemmtilegasta sem ég vissi var að breyta í herberginu mínu (foreldrum mínum til mikillar ánægju).

Frá því að ég flutti að heiman 2006 hef ég búið í tveimur íbúðum. Sú fyrri var á Eggertsgötunni í 101, yndislegir tímar (eftir á að hyggja), og ég er örugglega ekki að ýkja þegar ég reyni að halda því fram að ég hafi skipt út nánast öllu innbúinu mínu fimm sinnum. 2009 lauk ég síðan gráðunni minni í félags- og fjölmiðlafræði og þá um sumarið flutti ég, fyrst til mömmu og pabba í ~tvo mánuði og þaðan í núverandi híbýli upp á Ásbrú. Það var örlítil breyting að fara úr 35 fermetrum í 107 fermetra og ég neyddist til þess að stækka innbúið mitt, sem mamma og pabbi geymdu fyrir mig í skúrnum sínum, um rúman helming. Er nokkuð viss um að það hafi verið eina skiptið sem pabbi hafði eftirsjá yfir því að hafa keypt hús með svona stórum bílskúr.

Mér finnst langskemmtilegast að fegra heimilið mitt með því kaupa eitthvað notað sem ég get breytt eða bætt eftir mínu höfði þó að ég sé auðvitað með æði fyrir nánast öllu. Á þessum átta árum sem ég hef átt mitt eigið heimili hefur stíllinn auðvitað breyst töluvert þó að ég hafi alltaf verið sérstaklega spennt fyrir kertum (og sérstaklega kertastjökum), teppum og púðum enda eru þetta hlutirnir sem er hvað auðveldast að nota til þess að breyta til. Heimili mitt hefur í raun hægt og rólega þróast úr sparlegu og praktísku (vil ekki segja fátæklegu en það lýsir stemmningunni samt nokkuð vel) yfir í eitthvað sem er á köflum alltof líkt útibúi úr gjafavöruverslun.

Hér fyrir neðan má sjá afar kynþokkafulla mynd af mér með fimmarmakertastjakann minn sem ég fékk (loksins) í afmælisgjöf 2008:



Með þessu lýkur sumsé fyrstu færslunni minni með von um að þær verði fleiri og áhugaverðari í framtíðinni :)

4 comments:

  1. Ljómandi skemmtileg lesning Ingunn, meira af svona askoti glaðbærum textum!

    ReplyDelete
  2. takk fyrir þetta! ég geri mitt besta :)

    ReplyDelete
  3. meira! meira! meira! :)
    myndir! myndir! myndir! ;)
    kv Vagína B

    ReplyDelete
  4. Skemmtilegt Ingunn svo væri gaman að fá myndir með :)

    ReplyDelete

Mundu að skrifa nafnið þitt undir svo ég geti gefið þér fæv fyrir kvittið :)